*

mánudagur, 22. apríl 2019
Innlent 31. maí 2016 14:27

Vaxtasprotinn afhentur í fyrramálið

Sprotafyrirtækin Eimverk, Lauf Forks, ORF-Líftækni og Valka hljóta viðurkenningu fyrir vöxt í veltu.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Sprotafyrirtækin Eimverk, Lauf Forks, ORF-Líftækni og Valka hljóta viðurkenningu fyrir vöxt í veltu við afhendingu vaxtasprotans sem fram fer á morgun.

Vaxtasprotinn er samstarfsverkefni Samtaka iðnaðarins, Samtaka sprotafyrirtækja, Háskólans í Reykjavík og Rannsóknarmiðstöðvar Íslands en verðlaunin eru veitt því fyrirtæki sem sýnir mestan hlutfallslegan vöxt milli áranna 2014 og 2015. Auk þess þarf fyrirtækið að uppfylla önnur viðmið og má þar nefna auk vaxtar í veltu síðustu tvö rekstrarár hve mikið fjármagn varið er í rannsóknir og þróun á tímabilinu.

Rannsóknir og þróun mikilvæg

Fyrirtækið þarf að vera skilgreint sem sprotafyrirtæki til að geta hlotið verðlaunin, en það eru fyrirtæki sem hafa veltu yfir 10 milljónum króna og undir 1 milljarði ásamt því að verja að meðaltali meira en 10% af veltu í rannsóknar- og þróunarkostnað yfir tímabilið sem horft er til. Auk þess þarf frumkvöðull að vera til staðar í fyrirtækinu og það má ekki vera í meirihlutaeigu eins af 100 stærstu fyrirtækjunum á Íslandi, fyrirtækis á aðallista Kauphallar Íslands eða vera sjálft á aðallistanum.

Ragnheiður Elín Árnadóttir Iðnaðar- og viðskiptaráðherra afhendir verðlaunin á morgun 1. júní klukkan 8:30 í Kaffi Flóru sem staðsett er í Grasagarðinum í Laugardal.

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim