*

sunnudagur, 24. febrúar 2019
Innlent 25. júní 2009 12:14

Vextir af sjóðfélagalánum lækka hjá Gildi

Ritstjórn

Stjórn Gildis-lífeyrissjóðs ákvað 9. júní sl. að lækka breytilega vexti af sjóðfélagalánum úr 4,65% í 4,4%.  Í maí voru fastir vextir lækkaðir úr 5,6% í 5,2% að því er segir í frétt á heimasíðu sjóðsins.

Gildi - lífeyrissjóður er þriðji stærsti lífeyrissjóður landsins með um 40.000 greiðandi sjóðfélaga og 165.000 einstaklinga sem eiga réttindi hjá sjóðnum. Hrein eign til greiðslu lífeyris 31. desember 2008 var 209 milljarðar. Hjá sjóðnum starfa 23 starfsmenn.