*

sunnudagur, 26. maí 2019
Innlent 14. október 2018 10:46

VG vilja 30 stunda vinnuviku

Flokksráðsfundur forystuflokks ríkisstjórnarinnar segir m.a. að NATO stuðli að morðum á almennum borgurum.

Ritstjórn
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna er sögð hafa nýtt oddvitafund NATO til góðs í ályktun flokksráðsfundar um helgina.
epa

Í ályktunum flokksráðs Vinstri grænna sem haldið var 12. til 13. október er m.a. kveðið á um styttingu vinnuvikunnar í 30 tíma.

Vísar flokkurinn þar í tilraunir Reykjavíkurborgar og frumvarp um 35 stunda vinnuviku. Meðal atriða sem nefnd eru því til stuðnings um færri veikindadaga og gagn fyrir fjölskyldufólk með lágar tekjur þá eigi það einnig að stuðla að kynjajafnrétti því algengara sé að konur séu í hlutastarfi svo heimilisstörf og ummönun barna verði jafnari.

Loks vill flokkurinn að kjarasamningarnir sem losni á næstu mánuðum verði nýttir til að hækka laun kvennastétta kerfisbundið til að leiðrétta kynbundinn launamun.„Það er ekki hlutverk láglauna- og kvennastétta að sætta sig við núverandi ástand til þess að viðhalda stöðugleika á vinnumarkaði í því góða efnahagslega árferði sem nú ríkir,“ segir þar meðal annars.

Meðal annarra atriða sem þar eru nefnd er að ríkið stöðvi :

  • Að atvinnurekendur geti níðst á erlendum starfsmönnum
  • Að hvalir séu veiddir
  • Að sveitarfélög innheimti lágmarks útsvar í stað þess að veita lögbundna velferðarþjónustu líkt og félagslegar íbúðir og úrræði fyrir heimilislausa
  • Aðild Íslands að Nato sem að mati flokksins stuðli að óstöðugleika heimsins og morðum á almennum borgurum og loks að ríkið stöðvi hernaðaræfingar NATO á Suðurnesjum og í Þjórsárdal á næstu dögum.

„Ekki er hægt að líta framhjá því að í þessari aðgerð fara fram æfingar í að ná völdum yfir og myrða annað fólk,“ stendur meðal annars í ályktuninni auk hins gamla ákalls um „Ísland úr NATO. Herinn burt.“

Þess má geta að flokkurinn leiðir nú ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokki og því segir jafnframt í ályktunni að flokkurinn gleðjist yfir nærveru Katrínar Jakobsdóttur flokksformanns og forsætisráðhera á ríkisoddvitafundi NATÓ í sumar.

Nærveruna hafi hún nefnilega getað nýtt til að ræða friðsamlegar lausnir, afvopnunarmál, loftlags- og jafnréttismál. Flokksráðsfundurinn vill jafnframt segja upp varnarsamningi Íslands og Bandaríkjanna sem einungis þjóni hagsmunum þeirra og jafnframt segir að öryggi Ísland eigi ekki að snúast um að viðhalda heimsmynd sem byggir á drotnun Vesturlanda.

Önnur atriði sem flokkurinn nefnir í ályktun sinni er að ríkið stuðli að sjálfbærri neyslu því hið kapítalíska hagkerfi taki aðeins tillit til sölu og gróða, svo hluti af kostnaði við neysluna er taumlaus mannréttindabrot og óafturkræfur skaði á náttúru.

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim