Stærsti söluaðili gistinga í heiminum, Booking.com, ætlar sér aukinn hlut í íbúðagistingu, þar á meðal hér á landi segir Egill Ólafsson viðskiptastjóri íbúða hjá félaginu, en átta manns starfa hjá fyrirtækinu hér á landi.

Þetta kemur fram hjá túrista , en á sama tíma segir að öfugt við hjá Airbnb þar sem sjaldgæft er að sjá sérstök leyfisnúmer íslenskra yfirvalda þá sé lagt mikið upp úr því hjá Booking.com að fylgja reglum. Segir Egill að beðið sé um númerið í skráningarferlinu hjá síðunni.

Það er vilji okkar að fá inn fleiri íbúðar á síðuna okkar og breyta þeirri ímynd að Airbnb sé fyrir íbúðir og Booking.com aðra gistingu,” segir Egill sem segir að gististaðir í gegnum síðuna greiði 15% þóknun.

„Samanborið við Airbnb þá borgar gististaðurinn 3-5% þóknun og gesturinn sjálfur 10-12%. Verðið sem gististaður setur inná Booking.com er því alltaf endanlegt verð en er ekki breytilegt og háð þjónustugjaldi eins og hjá Airbnb.”