*

föstudagur, 20. október 2017
Innlent 16. júlí 2012 15:56

WOW air stundvísasta flugfélagið á Keflavíkurflugvelli

Stundvísi hefur haldist hjá íslensku flugfélögunum þrátt fyrir miklar annir í millilandaflugi.

Ritstjórn
Sigurjón Ragnar

Vélar Wow air stóðu sig best af íslensku flugfélögunum í fyrri hluta mánaðarins en flugvélar komu og fóru frá landinu í 96% tilvika á réttum tíma, samkvæmt útreikningum netmiðilsins Túristi.is, sem fylgist m.a. með stundvísi flugfélaga.

Fram kemur í tilkynningu frá Wow air um málið að nær allir nær allir ferðalangar hafi komist til og frá landinu á tilsettum tíma og hafi stundvísi í millilandaflugi til og frá Keflavíkurflugvelli verið góð þrátt fyrir miklar annir.

Rúmlega níu af hverjum tíu brottförum héldu áætlun á fyrri hluta mánaðarins og stóðust komutímar nær alltaf.