*

fimmtudagur, 25. apríl 2019
Innlent 16. júní 2018 16:01

1,2 milljarða fjárfesting

Laxar fiskeldi, tapaði 153 milljónum króna á síðasta ári eftir skatta. Er það mikil aukning frá fyrra ári.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Laxar fiskeldi, sem er með sjókvíaeldi í Reyðarfirði auk seiðaeldisstöðva og landstöðvar í Þorlákshöfn, tapaði 153 milljónum króna á síðasta ári eftir skatta. Er það mikil aukning frá fyrra ári þegar tapið nam 651 þúsund krónum, en þá voru hins vegar engar rekstrartekjur af félaginu. 

Virði lífmassa félagsins hækkar úr 169 milljónum króna í 819 milljónir króna milli ára. Vaxtatekjur félagsins lækkuðu úr tæpum 18 milljónum í 7,3 milljónir. Á sama tíma jukust vaxtagjöld úr 5,2 milljónum í 21,6 milljónir. Félagið fékk tæplega 1,2 milljarða í innborgað hlutafé á síðasta ári en árið 2016 nam fjárfesting eigenda í félaginu ríflega einum og hálfum milljarði. 

Norska fiskeldisfyrirtækið Masoval á tæp 54% í félaginu en Skinney-Þinganes er næststærsti hluthafinn.

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim