*

þriðjudagur, 24. október 2017
Erlent 13. júní 2017 14:17

2,9% verðbólga í Bretlandi

Verðbólga hefur ekki verið hærri í landinu í tæp fjögur ár.

Ritstjórn
european pressphoto agency

Verðbólga mældist 2,9% í Bretlandi í maí síðastliðnum og jókst um 0,2 prósentustig frá mánuðinum á undan. Verðbólga hefur ekki verið hærri í landinu í tæp fjögur ár.

Í frétt BBC segir að gert er ráð fyrir að aukin verðbólga muni halda áfram að draga úr kaupmætti í landinu. Er verðfall breska pundsins eftir Brexit þjóðaratkvæðagreiðsluna sögð aðal ástæðan fyrir aukinni verðbólgu þar sem innflutningskostnaður hefur aukist.

Þrátt fyrir aukna verðbólgu hafa laun í Bretlandi ekki haldið í við verðbólgu en laun hækkuðu um 2,1% á fyrstu þremur mánuðum þessa árs.

Amit Kara yfirmaður hagfræðirannsókna hjá hagfræði- og samfélagsstofnun Bretlands segir að stofnunin geri ráð fyrir því að verðbólga muni halda áfram að aukast út þetta ár og muni ná hámarki sínu á fjórða ársfjórðungi. Segir hann að aukinn verðbólga muni draga en frekar úr kaupmætti.