*

fimmtudagur, 18. apríl 2019
Innlent 5. desember 2018 08:33

36 sagt upp hjá Festi

Meðal stöðugilda sem lögð voru niður voru forstjóri, fjármálastjóri og 10 störf á fjármálasviði.

Ritstjórn
Eggert Þór Kristófersson, forstjóri Festar, vekur athygli á að laun hafi hækkað hratt á undangengnum árum, en við slíkar aðstæður þurfi að grípa til hagræðingaraðgerða eins og uppsagna.
Aðsend mynd

Festi hefur sagt upp 36 starfsmönnum í hagræðingaraðgerðum vegna samruna N1 og Krónunnar, en sameinað félag tók í kjölfarið upp nafnið Festi. Þetta kemur fram í frétt Fréttablaðsins í morgun.

Um er að ræða 30 stöðugildi, flest í stoðdeildum í höfuðstöðvum félagsins, en meðal stöðugilda sem lögð voru niður voru forstjóri, fjármálastjóri, auk tíu stöðugilda á fjármálasviði. Þá var einnig hagrætt í mannauðsdeild og tölvurekstri.

Í tilkynningu til kauphallarinnar vegna samrunans kom fram að gert er ráð fyrir 500-600 milljóna króna samlegðaráhrifum á næstu 12-18 mánuðum.

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim