Tíu þúsund manns sóttu um störf hjá Wow air í fyrra. Það er um 5,3% vinnufærra manna á landinu ef tekið er mið af tölum Hagstofunnar um vinnuafl hérlendis í janúar síðastliðnum. Þetta kemur fram í ViðskiptaMogganum .

Þar er haft eftir Jónínu Guðmundsdóttur, mannauðsstjóra Wow air, að í fyrra hafi flugfélagið sem vaxið hefur ört á síðustu misserum ráðið 540 manns til starfa úr þessum 10.000 manna hópi eða ríflega 5% af þeim sem sóttu um.

Starfið sem er eftirsóttast hjá Wow air er flugliðastarfið. Einnig fékk flugfélagið 3 þúsund almennar umsóknir að sögn Jónínu. Hún tekur fram að fyrirtækið fái umsóknir frá breiðum hópi fólks. Hún segir að meðalaldur starfsmanna sé fremur lágum, þó að starfsmenn Wow air séu á öllum aldri, frá 22 til sjötugs.