*

fimmtudagur, 17. ágúst 2017
Erlent 12. ágúst 2017 16:25

Áfengisneysla eykst í Bandaríkjunum

Ný rannsókn bendir til þess að áfengisdrykkja hafi aukist töluvert meðal Bandaríkjamanna undanfarin ár.

Ritstjórn

Ný rannsókn, sem framkvæmd var af  JAMA Psychiatry, bendir til þess að áfengisdrykkja hafi aukist töluvert meðal Bandaríkjamanna undanfarin ár. Sérstaklega hefur fjöldi þeirra aukist sem falla í svokallaðan áhættuhóp vegna drykkju. Mest jókst áfengisneyslan meðal kvenna, minnihlutahópa, eldri einstaklinga og þeirra sem tilheyrði fátækari stéttum landsins. 

Svo virðist sem fjöldi þeirra sem drekka áfengi sé að aukast samhliða því að fólk virðist drekka meira magn af áfengi en áður. 

Niðurstöður rannsóknarinnar, sem hefur staðið yfir frá árinu 2001, sýna að áfengisneysla meðal fullorðinna einstaklinga hefur aukist úr 65% í 73%, eða um 11%. Var aukningin mest meðal kvenna, minnihlutahópa, eldri borgara og þeirra sem höfðu minni menntun og fjárráð. 

Fjöldi þeirra sem nú teljast í áhættuhóp vegna áfengisneyslu jókst einnig úr 10% í 13% og var aukningin mest meðal sömu hópa. 

Stikkorð: Bandaríkin Áfengi Bandaríkin