Evrópusambandið hefur gert samkomulag við stjórnvöld í Sviss sem er ætlað að torvelda skattaundanskot í landinu. Samkvæmt samkomulaginu munu aðilar með heimilisfesti innan Evrópusambandsins ekki getað falið skattskyldar tekjur í svissneskum bönkum frá árinu 2018. BBC News greinir frá þessu.

Samningurinn felur í sér upplýsingaskipti milli Evrópusambandsins og Sviss um bankareikninga og kemur þannig í veg fyrir að hægt sé að fela óuppgefnar tekjur. „Þetta aukna gagnsæi kemur sér ekki aðeins vel fyrir aðildarríki sambandsins til þess að hafa uppi á skattsvikurum, heldur mun það einnig gera fólki erfiðara fyrir að fela tekjur og eignir erlendis í þeim tilgangi að komast hjá skattlagningu,“ sagði framkvæmdastjórn Evrópusambandsins um samkomulagið.

Framkvæmdastjórnin vinnur einnig að sams konar samkomulagi við Andorra, Liechtenstein og Monaco.