*

miðvikudagur, 16. janúar 2019
Innlent 11. desember 2017 16:22

Aldrei áður minni munur á flugfélögunum

Einungis munaði um 25 þúsund farþegum í nóvember á stóru íslensku flugfélögunum Wow air og Icelandair.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Ekki hefur áður verið minna bil milli flugfélaganna Wow Air og Icelandair í fjölda farþega eins og í nóvember síðastliðnum þegar mismunurinn nam um 25 þúsund farþegum líkt og túristi bendir á.

Eins og Viðskiptablaðið sagði frá í morgun jókst fjöldi farþega Wow air um 30% milli ára í nóvember, en í heildina flutti félagið 224 þúsund farþega í mánuðinum.

Á sama tíma flutti Icelandair hins vegar 249 þúsund farþega, en munurinn er nokkuð meiri ef talin í flugferðum enda þotur Wow air að jafnaði stærri en þotur Icelandair. Var meðalfjöldi farþega í hverri ferð um 205 farþegar í vélum Wow air meðan hann var um 144 í vélum Icelandair í síðasta mánuði.

Stikkorð: Icelandair Wow air flugfélög