*

mánudagur, 22. apríl 2019
Innlent 4. júní 2016 14:15

Allt að fyllast á varnarsvæðinu

Laust húsnæði á gamla varnarsvæðinu mun klárast á næstu misserum. Undirbúningur að uppbyggingu húsnæðis á svæðinu er hafinn.

Ólafur Heiðar Helgason

Laust íbúðarhúsnæði á Ásbrú mun fyllast á þessu ári eða því næsta. Í vor er áætlað að um 2.000 manns hafi búið á svæðinu, en í sumar mun íbúum fjölga mikið vegna umsvifa á Keflavíkurflugvelli og munu þá hátt í 2.500 manns búa á Ásbrú. Þetta segir Kjartan Þór Eiríksson, framkvæmdastjóri Kadeco.

Kjartan bendir á að mikil fjölgun farþega um Keflavíkurflugvöll hafi mikil áhrif á nærsvæðið. Hann segir þumalputtaregluna vera þá að á hverja þúsund farþega á flugvöllum skapist eitt beint starf.

„Ég held að margir hafi ekkert hugsað út í hvað þetta þýðir, hvað þetta eru stórar tölur,“ segir Kjartan. Fjölgun um 1,5 milljónir farþega á þessu ári eins og áætlanir gera ráð fyrir þýði 1.500 ný störf, eða sem jafngildir öllum íbúum Sandgerðis.

80% húsnæðis í notkun

Um 80% af íbúðarhúsnæðinu á gamla varnarsvæðinu eru nú í notkun eða verða komin í notkun innan skamms. 500-1.000 manns til viðbótar gætu því flutt á Ásbrú miðað við óbreytt byggingamagn.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð.

Stikkorð: Ásbrú Kadeco Varnarsvæðið
25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim