Lyfjafyrirtækið Alvotech hefur stofnað til samstarfs við japanska fyrirtækið Fuji Pharma í þróun og markaðssetningu á líftæknihliðstæðum (e. biosimilars) þar í landi.

Samstarfið mun verða til þess að Fuji Pharma verði leiðandi á japanska líftæknihliðstæðumarkaðnum og jafnframt gera þeim kleift að fjárfesta í Alvotech. Safn Alvotech af líftæknihliðstæðum samanstendur af hágæða vörum sem eru meðal annars notaðar í meðferðir við krabbameini, gigt og sjálfsofnæmi.

Alvotech mun fá aðgang að ört vaxandi líftæknihliðstæðumarkaðnum í Japan og spá 35% árlegum vexti næstu árin á japanska markaðnum.

Forstjóri Fuji Pharma, Mr. Eiji Takamasa, kveðst vera afar ánægður með samstarfið og að bæði fyrirtækin séu með svipaða stjórnendastefnu.