*

föstudagur, 24. maí 2019
Innlent 20. nóvember 2018 14:48

Alvotech og Fuji Pharma í samstarf

Samstarfið mun verða til þess að Fuji Pharma verði leiðandi á japanska líftæknihliðstæðumarkaðnum.

Ritstjórn
Róbert Wessman, forstjóri Alvogen og stofnandi Alvogen og Alvotech.
Aðsend mynd

Lyfjafyrirtækið Alvotech hefur stofnað til samstarfs við japanska fyrirtækið Fuji Pharma í þróun og markaðssetningu á líftæknihliðstæðum (e. biosimilars) þar í landi.

Samstarfið mun verða til þess að Fuji Pharma verði leiðandi á japanska líftæknihliðstæðumarkaðnum og jafnframt gera þeim kleift að fjárfesta í Alvotech. Safn Alvotech af líftæknihliðstæðum samanstendur af hágæða vörum sem eru meðal annars notaðar í meðferðir við krabbameini, gigt og sjálfsofnæmi.

Alvotech mun fá aðgang að ört vaxandi líftæknihliðstæðumarkaðnum í Japan og spá 35% árlegum vexti næstu árin á japanska markaðnum. 

Forstjóri Fuji Pharma, Mr. Eiji Takamasa, kveðst vera afar ánægður með samstarfið og að bæði fyrirtækin séu með svipaða stjórnendastefnu.

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim