*

fimmtudagur, 25. apríl 2019
Fólk 1. apríl 2014 14:01

Anna Björk ráðin til Expectus

Nítján manns starfa nú hjá ráðgjafafyrirtækinu Expectus og sinna margvíslegri ráðgjöf.

Ritstjórn

Anna Björk Bjarnadóttir hefur verið ráðin rekstrarráðgjafi hjá Expectus.  Ráðgjafarfyrirtækið Expectus var stofnað fyrir sléttum fimm árum og hefur síðan vaxið og dafnað. 

Í dag vinna 19 starfsmenn hjá fyrirtækinu og sinna ráðgjöf á sviði stefnumótunar, rekstrar og upplýsingatækni og meðal viðskiptavina eru framsæknustu fyrirtæki og stofnanir landsins. 

Hún hefur lokið prófi í leiðtoga- og markaðsfræðum og hefur áralanga reynslu sem leiðtogi og stjórnandi í fjarskipta- og tæknigeiranum og hefur verið drifkraftur í stefnumótun og þróun þeirra fyrirtækja sem hún hefur komið að.  Áður en hún kom til Expectus vann hún um langt skeið hjá Símanum, m.a. sem framkvæmdastjóri tæknisviðs og sem framkvæmdastjóri einstaklingssviðs. Þar áður vann hún sem ráðgjafi hjá Capacent.

Stikkorð: Expectus
25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim