*

föstudagur, 19. apríl 2019
Erlent 24. apríl 2018 18:24

Api getur ekki átt höfundarrétt

Apinn tók myndir af sjálfum sér á myndavél ljósmyndarans David Slater árið 2015 en PETA kærði málið til dómstóla.

Ritstjórn
Dýraverndunarsamtökin PETA hafa staðið fyrir ýmis konar mótmælum.
epa

Api getur ekki átt höfundarrétt að ljósmyndum samkvæmt úrskurði alríkisdómstóli í Bandaríkjunum en dómurinn var kveðinn upp á mánudaginn að því er The Wall Street Journal greinir frá

Málinu var skotið til dómstóla af dýraverndunarsamtökunum People for the Ethical Treatment of Animals (PETA) árið 2015 en þeim þótti ekki rétt að dýralífsljósmyndari skyldi eiga höfundarréttinn að sjálfum (e. selfies) sem voru teknar fjórum árum áður af indónesíska apanaum Naruto. 

PETA töldu að apinn, Naruto, ætti sjálfur höfundarréttinn að myndunum sem sýna apann brosandi framan í myndavélina. Í úrskurði dómsins sagði hins vegar að dýr hefðu enga lagalega getu til þess að fara með höfundarrétt. 

Peta höfðu áður reynd að lögsækja ljósmyndarann, David Slater, sem aðstandendur apans en það hafði ekki gengið. 

Í umfjöllun WSJ kemur fram að apinn hafi tekið myndirnar eftir að hann fann myndavél Slaters á friðlýstu eyjunni Sulawesi sem tilheyrir Indónesíu. 

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim