sunnudagur, 1. maí 2016
Innlent 18. júní 2012 16:46

Arion banki selur Pennann

Samkeppniseftirlitið á eftir að samþykkja kaupin en kaupandi er fjárfestahópur undir forystu Ingimars Jónssonar, Ólafs Stefáns Sveinssonar og Stefáns D. Franklín.

Ritstjórn
Arion banki.
Axel Jón Fjeldsted

Arion banki hefur lokið við sölu á Pennanum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá bankanum. Söluaðili er Eignabjarg ehf., dótturfélag Arion banka hf., og kaupandi er fjárfestahópur undir forystu Ingimars Jónssonar, Ólafs Stefáns Sveinssonar og Stefáns D. Franklín.

í tilkynningu frá bankanum kemur fram að fyrrgreindir aðilar hafi átt hagstæðasta tilboðið í Pennann. Fyrirtækið var auglýst til sölu þann 5. janúar síðastliðinn. Ferlinu er nú lokið með undirritun kaupsamnings en samningurinn er gerður með fyrirvara um samþykki Samkeppniseftirlitsins.

Kaupverð er ekki gefið upp í tilkynningunni frá bankanum.

Stikkorð: Arion banki penninn