*

föstudagur, 20. október 2017
Innlent 18. júní 2012 16:46

Arion banki selur Pennann

Samkeppniseftirlitið á eftir að samþykkja kaupin en kaupandi er fjárfestahópur undir forystu Ingimars Jónssonar, Ólafs Stefáns Sveinssonar og Stefáns D. Franklín.

Ritstjórn
Axel Jón Fjeldsted

Arion banki hefur lokið við sölu á Pennanum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá bankanum. Söluaðili er Eignabjarg ehf., dótturfélag Arion banka hf., og kaupandi er fjárfestahópur undir forystu Ingimars Jónssonar, Ólafs Stefáns Sveinssonar og Stefáns D. Franklín.

í tilkynningu frá bankanum kemur fram að fyrrgreindir aðilar hafi átt hagstæðasta tilboðið í Pennann. Fyrirtækið var auglýst til sölu þann 5. janúar síðastliðinn. Ferlinu er nú lokið með undirritun kaupsamnings en samningurinn er gerður með fyrirvara um samþykki Samkeppniseftirlitsins.

Kaupverð er ekki gefið upp í tilkynningunni frá bankanum.

Stikkorð: Arion banki penninn