*

fimmtudagur, 21. mars 2019
Innlent 14. apríl 2011 14:13

Athugasemd vegna fréttaflutnings af Iceland Seafood

Benedikt Sveinsson og Bjarni Benediktsson munu báðir tengjast Iceland Seafood International áfram eftir sölu á fyrirtækinu.

Ritstjórn
Iceland Seafood International einbeitir sér að útflutningi á ferskum, frosnum og söltuðum fiskafurðum.
Björgvin Guðmundsson

Benedikt Sveinsson, stjórnarformaður Iceland Seafood International, vill koma því á framfæri að bæði hann og Bjarni Benediktsson, framkvæmdastjóri Iceland Seafood á Íslandi, munu tengjast fyrirtækinu áfram og engar breytingar eru fyrirhugaðar á því fyrirkomulagi. Í Viðskiptablaðinu í dag var sagt að þeir myndu slíta á öll tengsl við Iceland Seafood eftir að kaup Marks Holyoake á því væru gengin í gegn. 

Stikkorð: Iceland Seafood