*

sunnudagur, 21. apríl 2019
Erlent 6. október 2018 10:32

Atvinnuleysi í BNA ekki lægra síðan 1969

Seðlabankastjóri Bandaríkjanna Jerome Powell sagði í vikunni að hann væri afar ánægður með stöðu efnahagslífsins.

Ritstjórn
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna og Jerome Powell, seðlabankastjóri landsins.
Aðsend mynd

Atvinnuleysi í Bandaríkjunum hefur ekki verið lægra síðan árið 1969 en það mælist nú um 3,7%. Þetta kemur fram í frétt Financial Times. Atvinnuþátttökuhlutfallið sem mælir hversu margir eru annað hvort í vinnu eða í atvinnuleit hélst þó stöðugt í 62,7%. Forseti Bandaríkjanna, Donald Trump, vakti athygli á stöðunni á Twitter-aðgangi sínum. 

James Knightley, sérfræðingur hjá Fjármálafyrirtækinu ING, lét hafa eftir sér að sterk staða vinnumarkaðarins muni að öllum líkindum ýta undir verðbólguvæntingar og búast megi við hækkun stýrivaxta. 

Gögn sem birt voru fyrr í vikunni gáfu tilefni til bjartsýni varðandi stöðu efnahagslífsins í Bandaríkjunum og ýttu undir væntingar um vaxtahækkanir.

Seðlabankastjóri Bandaríkjanna Jerome Powell sagði í vikunni að hann væri afar ánægður með stöðu efnahagslífsins í Bandaríkjunum um þessar mundir og spáði áframhaldandi hagvexti. Hann sagði jafnframt að hann telji ekki að sterk staða vinnumarkaðarins muni ýta undir verðbólgu og gaf með því í skyn að áframhaldandi hækkun stýrivaxta sé ólíkleg. 

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim