*

föstudagur, 24. maí 2019
Innlent 11. október 2018 16:26

Bann við kjötinnflutningi ólöglegt

Hæstiréttur hefur staðfest að bann við innflutningi á fersku kjöti frá EES brjóti í bága við samninginn og sé ólöglegt.

Ritstjórn
Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags Atvinnurekenda.
Haraldur Guðjónsson

Hæstiréttur staðfesti í dag dóm Héraðsdóms Reykjavíkur í máli Ferskra kjötvara, þess efnis að bann við innflutningi á fersku kjöti frá ríkjum Evrópska efnahagssvæðisins brjóti í bága við EES-samninginn og sé ólöglegt. Sagt er frá þessu í grein á vef Félags atvinnurekenda.

Dómur Héraðsdóms féll í nóvember 2016. Í nóvember í fyrra féll dómur EFTA-dómstólsins, þar sem komist var að skýrri niðurstöðu um að bæði bannið við innflutningi á fersku, ófrosnu kjöti og bann við innflutningi á ferskum eggjum og vörum úr ógerilsneyddri mjólk frá ríkjum EES gengi gegn samningnum.

„Það hefur legið fyrir árum saman að íslensk stjórnvöld hefðu vísvitandi brotið EES-samninginn og að þetta mál væri fyrirfram tapað, eins og Kristján Þór Júlíusson landbúnaðarráðherra viðurkenndi raunar á fundi Félags atvinnurekenda fyrr á árinu,“ segir Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri FA. „Síðasta tylliástæða stjórnvalda til að bíða með að fella bannið úr gildi er nú úr sögunni. Félag atvinnurekenda hvetur ráðherrann eindregið til að grípa þegar í stað til aðgerða til að aflétta þessu ólöglega og óþarfa banni.“

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim