*

föstudagur, 19. apríl 2019
Erlent 5. febrúar 2018 15:45

Banna Bitcoinkaup með kreditkortum

Bankar á Bretlandi og í Bandaríkjunum hafa bannað notkun kreditkorta til að kaupa Bitcoin og aðrar rafmyntir.

Ritstjórn
epa

Margir af stærstu bönkum Bretlands og Bandaríkjanna hafa bannað viðskiptavinum sínum að nota kreditkort til að kaupa Bitcoin og aðrar rafmyntir. Óttast þeir að myntirnar gætu hrunið snögglega í verði og sem myndi gæti gert korthöfum erfitt fyrir að greiða bönkunum kreditkortareikninginn.

Lloyds á Bretlandi, Citigroup og JP Morgan Chase í Bandaríkjunum hafa allir bannað viðskiptavinum sínum að nota kreditkort við kaup á rafmyntum.

Notkun kreditkorta við kaup á rafmyntum hefur aukist hratt. Mastercard greindi frá því að kaup á rafmyntum hafi aukið veltu fyrirtækisins á erlendri grundu um 1% í síðasta ársfjórðungi.

Verð á einni Bitcoin mynt fór hæst í 19.000 Bandaríkjadali um miðjan desember en hefur síðan þá hríðfallið í verði. Rafmyntinni lækkaði í 7.700 Bandaríkjadali nú í morgun að því er Reuters greinir frá.

Stikkorð: bitcoin
25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim