Gengi rafmyntarinnar Bitcoin hefur nú náð 1500 dala markinu. Um er að ræða nýtt met, en fleiri og fleiri veðja á stafræna gullið.

Aukin eftirspurn í Asíu hefur haft sérstaklega mikil áhrif, en þar spila Japan og Kína veigamikið hlutverk.

Á síðustu tveimur vikum hefur gengi rafmyntarinnar hækkað um 25%. Þá hefur það einnig haft jákvæð áhrif að fjármálaeftirlit Bandaríkjanna ætlar að endurskoða stöðu sína gagnvart myntinni.

Þó mikil bjartsýni ríki meðal ákveðinna fjárfesta, ber að hafa í huga að sérfræðingar í fjármálaheiminum eru með ansi skiptar skoðanir.

Sumir eru mjög hlynntir tækninni og rafmyntinni, á meðan aðrir telja þetta hið mesta mein.