Vinnustaðahrekkir, þar sem samstarfsmenn stelast í tölvu vinnufélaga og skrifa misfyndin skilaboð á Fésbókina, eru vel þekktir.

Þeir sem þekkja til Íslands og fylgjast með kanadíska ungstirninu Justin Bieber ráku upp stór augu á Fésbókinni þegar kunnuglegt nafn skrifaði athugasemd á síðu stjörnunnar.

Tæplega þúsund manns höfðu „deilt“ síðunni á sínum vegg og neðst í rununni mátti sjá sjálfan formann Sjálfstæðisflokksins gera slíkt hið sama með ummælunum „Love you“.

Ekki voru fulltrúar á þingi að stríða Bjarna heldur hafði hann gleymt að skrá sig út af Facebook áður en yngri fjölskyldumeðlimur læddist í tölvuna.