*

mánudagur, 28. maí 2018
Innlent 17. febrúar 2017 10:15

Bréf Símans taka kipp

Hlutabréf Símans, sem skilaði ársreikningi í gærkvöldi, hafa hækkað töluvert í verði það sem af er viðskiptadegi í kauphöllinni.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Hlutabréf í Símanum hafa tekið kipp í kauphöllinni í morgun, en þegar þetta var skrifað hefur hækkunin numið 4,42% í 866 milljón króna viðskiptum.

Síminn birti ársreikning í gær sem sýndi aukningu í rekstrarhagnaði milli ára og hærra EBITDA hlutfall.

Það sem af er morgni hefur einugis eitt félag lækkað í Kauphöllinni, það er N1 sem lækkað hefur um 3,81% í 154 milljón króna viðskiptum.

Flest önnur félög hafa staðið í stað eða hækkað eilítið, þar af Icelandair einna mest eða um 2,44% í 1.053 milljón króna viðskiptum. Úrvalsvísitalan sjálf hefur hækkað um 0,43% frá opnun markaða í morgun.

Stikkorð: Úrvalsvísitalan Icelandair N1 Síminn