Coca Cola hefur ákveðið að hætta markaðsherferðum sem beinast sérstaklega að börnum sem er 12 ára og yngri. Þetta kemur fram í  frétt Wall Street Journal.

Drykkjavöruframleiðandinn ætlar jaframt að setja upplýsingar um kaloríuinnihald á umbúðir sínar og styðja við bakið á aðilum sem hvetja til hreyfingar.

Coca Cola er selt í meira en 200 löndum í heiminum. Umboðsaðilinn hér á landi er Vífilfell.