Mario Draghi forseti Seðlabanka Evrópu segir að lág verðbólga á evrusvæðinu skyggi á betri hagvaxtarhorfur á svæðinu. Þetta sagði Draghi við fjölmiðlamenn á blaðamannafundi eftir að peningastefnunefnd evrópska seðlabankans tilkynnti um vaxtaákvörðun sína í Tallinn í Eistlandi fyrr í dag.

Sagði Draghi að áhætta varðandi hagvöxt á evrusvæðinu væri í meginatriðum í jafnvægi en á sama tíma eigi aukinn hagvöxtur eftir að ýta undir aukna verðbólgu. Hingað til hafi verðbólguþrýstingur verið of lítill og þar af leiðandi sé en þörf á aðgerðum seðlabankans til að örva hagkerfi evrusvæðisins.

Samkvæmt frétt Bloomberg er breyting á áhættumati seðlabankans talin gefa vísbendingu um að peningastefnunefndin muni hefja umræðu um hvenær skuli hverfa frá örvunaraðgerðum. Samt sem áður hafi tónninn í ummælum Draghi gefið það til kynna er erfitt sé að segja til um hvenær beyting á peningastefnu verði rædd af alvöru.

„Við þurfum að vera þolinmóð" sagði Draghi og bætti við „við þurfum að halda áfram eftirfylgni við efnahagsbatann með peningastefnunni."