Hið opinbera er fyrirferðarmikið í atvinnulífinu, sé tekið mið af gögnum Keldunnar um tekjuhæstu fyrirtæki landsins. Keldan hefur tekið saman lista, Keldan 300+, sem inniheldur fjárhagsupplýsingar yfir 600 fyrirtækja. 326 þessara fyrirtækja eru með yfir 500 milljónir króna í tekjur, og kannaði Viðskiptablaðið vægi ríkisins í eignarhaldi þeirra.

Hið opinbera á hlut í minnst 40 fyrirtækjum á listanum samkvæmt samantekt Viðskiptablaðsins. Orkufyrirtæki, veitufyrirtæki og fjármálafyrirtæki eru þar fyrirferðarmikil, en þar á meðal er einnig Malbikunarstöðin Höfði og smásalarnir Fríhöfnin og Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins. Auk þess á ríkið um fimmtungshlut í Sláturfélagi Suðurlands og þriðjungshlut í upplýsingatæknifyrirtækinu Reiknistofu bankanna í gegnum Landsbankann.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu sem kemur út á morgun. Meðal annars efnis í blaðinu er:

  • Íbúar Fjarðabyggðar greiða mest útsvar
  • Skiptar skoðanir innan ríkisstjórnarflokkana um ríkisbanka.
  • Kaupverð Arion á Verði tryggingarfélagi virðist hátt.
  • Viðtal við forsætisráðherra Lettlands.
  • Bankarnir þrír eru gjörólíkir þeim sem við þekktum fyrir áratug.
  • Öryggismiðstöðin hagnast meira en Securitas.
  • Ítarlegt viðtal við Jón Björnsson forstjóra Festi ehf.
  • Svipmynd af Rúnari Pálmasyni upplýsingafulltrúa Landsbankans.
  • Huginn og Muninn eru á sínum stað auk Týs sem fjallar um Ríkisútvarpið.
  • Óðinn fjallar um Íslandspóst.