VR hefur að undanförnu aðstoðað fyrrverandi starfsmenn Kosts sem eiga inni laun hjá versluninni að sögn Bryndísar Guðnadóttur hjá VR. Það hefur eitthvað verið greitt en annað er í innheimtu,“ segir Bryndís. Kostur lokaði sunnudaginn 12. desember síðastliðinn eftir 8 ára rekstur.

Þremur dögum fyrir lokun verslunarinnar var nafni Kosts breytt í 12.12.2017 ehf., sem er sama dagsetning og skellt var í lás hjá Kosti. Ekki náðist í Jón Gerald Sullenberger, stofnanda og framkvæmdastjóra Kosts þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir.