Heildareignir innlánsstofnana námu 2.953 milljörðum króna í lok mars og höfðu því lækkað um 18,5 milljarða frá því í febrúar. Innlendar eignir námu 2.575 milljörðum króna og höfðu þá lækkað um 4 milljarða frá síðasta mánuði. Þetta kemur fram í hagtölum Seðlabankans um bankakerfið.

Erlendar eignir námu 378 milljörðum í lok mars og höfðu þá lækkað um 14,4 milljarða frá fyrri mánuði. Í lok mars námu heildarskuldir innlánsstofnana 2.499 milljörðum og höfðu þá lækkað um 16,4 milljarða frá febrúar. Þar af voru innlendar skuldir 2.341 milljarðar en erlendar skuldir 158 milljarðar. Eigið fé innlánsstofnana í lok mars sl. var 454 milljarðar króna.