Fimmtudagur, 26. nóvember 2015
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Einar Sveinsson fluttur til Bretlands

21. júlí 2012 kl. 08:40

Einar Sveinsson

Umskipti hafa orðið á veldi Engeyingsins Einars Sveinssonar eftir hrun. Á heimili hans í Garðabænum eru skráð tíu einkahlutafélög.

Ég hef lokið störfum, er ekki í neinni fastri vinnu. En þurfa menn samt ekki að lifa lífinu?“ segir fjárfestirinn Einar Sveinsson, sem nýverið flutti heimilisfesti sitt frá Bakkaflöt 10 í Garðabæ til Bretlands. Ekki liggja fyrir nánari upplýsingar um það hvar í Bretlandi Einar er búsettur.

Hann vildi ekki tjá sig um málið, hvorki um ástæðu þess að þau hjónin fluttu né hvert í Bretlandi. „Þetta er  persónulegt mál,“ segir hann. Nokkur fjöldi íslenskra fjárfesta er búsettur í Bretlandi. Bræðurnir Ágúst og Lýður Guðmundssynir í Bakkavör hafa búið þar í nokkur ár. Eftir því sem næst verður komist býr Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður  Kaupþings, þar sömuleiðis.Allt
Innlent
Erlent
Fólk