Í frétt á vef RÚV gerinir frá því að fjármálaráð segir erfitt að rökstyðja að ferðaþjónusta njóti skattaívilnunar umfram aðrar atvinnugreinar. Slíkt sé ekki fallið til þess að skaða fjölbreyttara atvinnulíf og hvetji frekar til innflutnings ófaglærðs vinnuafls til landsins frekar en að auka eftirspurn eftir sérmenntuðu starfsfólki.

Meðal hlutverka fjármálaráðs er að greina fjármálastefnu ríkisstjórnarinnar. Ráðið segir meðal annars að skattfríðindi ferðaþjónustunnar geri henni auðveldara fyrir að draga til sín starfsfólk sem að öðrum kosti færi að starfa í öðrum greinum.