Evrópska haföryggisstofnunin og geimferðastofnunin vonast til að geta skrásett og fylgst með brennisteinsmengun úr skipsferðum með hjálp dróna.

Munurinn á notkun dróna í Evrópu og í Bandaríkjunum er ef til vill helst sá að í Bandaríkjunum eru það tæknifyrirtæki sem huga mest að þróun og notkunartækifærum meðan í Evrópu eru það opinberar stofnanir sem hugsa sér mikil tækifæri gegnum drónana.

Haföryggisstofnunin fyrrnefnda hefur sett reglur sem breyta leyfilegum brennisteinsútblæstri úr 3.5% af heildarútblæstri til 0.1%. Brjóti skipseigendur reglurnar gætu þeir þurft að greiða háar sektir.

Aðalvandkvæði reglugerðarinnar felst í mælingum á brennisteinsútblæstri. Þar koma drónarnir til góðra nota. Þeir geta svifið um hafsvæðin sem eru hluti af reglugerðinni, flogið gegnum strompa skipanna og mælt súlfúrmagn í útblæstri vélanna.