*

laugardagur, 19. janúar 2019
Innlent 23. ágúst 2016 10:20

FA gagnrýnir starfshóp landbúnaðarráðherra

Félag atvinnurekenda bendir á alvarlega vankanta í starfi og skipan starfshóps landbúnaðarráðherra.

Ritstjórn
Ólafur Stephensen er framkvæmdastjóri FA
Haraldur Guðjónsson

FA gagnrýnir skipan og tillögur starfshóps landbúnaðarráðherra. Á starfshópurinn að fjalla um viðbrögð við tollasamningi Íslands og Evrópusambandsins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Félagi atvinnurekenda.

Telur FA enn fremur að tillögur starfshópsins ganga að hluta til út á að hafa aftur af neytendum þann ávinning sem felst í fyrrnefndum tollasamningi, sem er nú til meðferðar á Alþingi.

Starfshópurinn var skipaður fulltrúum ríkisins, landbúnaðarins og innlendra iðnfyrirtækja en fulltrúar neytenda og innflytjenda búvöru áttu þar engan fulltrúa.

Stikkorð: landbúnaður FA tollasamningur