*

sunnudagur, 22. júlí 2018
Innlent 12. september 2015 11:10

Félög Jóns töpuðu 162 milljónum króna

Vivaldi Technologies, sem vinnur að framleiðslu Vivaldi netvafrans, tapaði 87 milljónum króna í fyrra.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Vivaldi Ísland ehf., Vivaldi Technologies ehf. og Dvorzak Island ehf., sem öll eru í eigu Jóns S. von Tetzchner, töpuðu samtals 162 milljónum króna á síðasta ári.

Það er verri niðurstaða en árið 2013, þegar samanlagt tap þessara þriggja félaga nam 74 milljónum. Samanlagt eigið fé félaganna var 330 milljónir í lok síðasta árs.

Mest tap var hjá Vivaldi Technologies, eða 87 milljónir króna, en það félag vinnur að framleiðslu Vivaldi netvafrans.

Vivaldi Ísland og Dvorzak Island eiga samtals 21 fasteign, aðallega í Reykjavík og á Seltjarnarnesi. Félögin eiga auk þess eignarhluti í tíu félögum.

Verðmætastir þeirra eru 18% hlutur í OZ sem metinn er á 157 milljónir, 51% hlutur í Örnu sem metinn er á 85 milljónir og 15% hlutur í Dohop sem metinn er á 87 milljónir króna.