Finnur Beck og Hildur Ýr Viðarsdóttir hafa bæst í eigendahóp á lögmannsstofunni Landslögum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landslögum.

„Finnur Beck lauk lagaprófi frá Háskólanum í Reykjavík árið 2010 en hann hóf störf með námi á Landslögum árið 2009. Hann hlaut málflutningsréttindi fyrir héraðsdómi árið 2010 og er enn fremur með B.A. gráðu í stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands. Eiginkona Finns er María Hrund Marinósdóttir, markaðsstjóri hjá VÍS og eiga þau þrjú börn. Samhliða lögmannsstörfum hefur Finnur frá sinnt stundakennslu í stjórnskipunarrétti við lagadeild Háskólans í Reykjavík Hildur Ýr lauk fullnaðarprófi í lögfræði frá Háskóla Íslands árið 2008 og stundaði nám við lagadeild Háskólans í Uppsölum árið 2007. Hún hefur starfað á Landslögum frá árinu 2006, fyrst meðfram námi en svo sem fulltrúi frá 2008. Eiginmaður Hildar Ýrar er Kjartan Valur Þórðarson, framkvæmdastjóri Vergo ehf. og eiga þau tvö börn. Samhliða lögmannsstörfum hefur Hildur Ýr sinnt stundakennslu, m.a. í fasteignakauparétti við Lagadeild Háskóla Íslands auk þess að sinna kennslu á námskeiðum.“