Meniga hefur tilkynnt að fyrirtækið hefur fengið fjármögnun upp á 7,3 milljónir evra. Fjármögnunin fór meðal annars fram með aukningu hlutafjár frá núverandi fjárfestum undir stjórn Velocity Capital og Frumtak Ventures en fleiri fjárfestar komu einnig að. Þetta kemur fram á vefsíðunni Norðurskautið fyrir stundu.

Hlutafjáraukningin átti sér stað á fyrri helmingi ársins og verður nýtt til þess að bæta við nýja þjónustu fyrirtækisins. Eftir hlutafjáraukninguna tekur Willem Willemstein, forstjóri Velocity Capital sæti í stjórn Meniga.

Í yfirlýsingu frá Georg Lúðvíkssyni forstjóra Meniga kemur fram að fyrirtækið vilji leggja aukna áherslu á að aðstoða banka í samskiptum sínum við kaupmenn.