*

föstudagur, 26. apríl 2019
Erlent 4. júlí 2017 17:25

Frakkland verður að láta af eyðslufíkn

Nýr forsætisráðherra Frakklands boðar nýja stefnu í efnahagsmálum landsins.

Ritstjórn
epa

Forsætisráðherra Frakklands, Edouard Philippe segir að landið verði að láta af "fíkn" í opinber útgjöld sem hafi gert það að verkum að franskt efnahagslíf hafi dregist aftur úr samanburðarríkum. Þetta sagði nýi forsætisráðherrann í jómfrúrræðu sinni í franska þinginu þar sem hann lagði fram áætlanir sínar í efnahagsmálum. Bloomberg greinir frá.

Í ræðunni lofaði Philippe því að lækka skatta um 20 milljarða evra áður en kjörtímabil Emmanuel Macron, forseta Frakklands, væri á enda árið 2022. Sagði hann að Ríkisútgjöld yrðu skorin niður um 3% af vergri landsframleiðslu og skattar um 1%. 

„Við verðum að horfast í augu við raunveruleikann í efnahagsmálum landsins" sagði Philippe. „Frakkland getur ekki lengur verið það land sem er með hæst ríkisútgjöld og hæsta skatta. Landið hefur er með fíkn í opinber útgjöld, og eins og með hverja aðra fíkn þarf viljastyrk og hugrekki til að láta af henni."

Áætlanir Philippe gera ráð fyrir því að skattar á launafólk verði lækkaðir árið 2019. Þá mun skattur á fyrirtæki verða lækkaður úr 33,3% niður í 25% fyrir 2022. Auk þess verður auðlegðarskattur takmarkaður við fasteignir árið 2019. Þessar aðgerðir munu eiga sér stað á sama tíma og Frakka þurfa að standa við skuldbindingar sínar við Evrópusambandið um að draga úr fjárlagahalla ríkisins sem hefur verið á öllum fjárlögum landsins síðustu 3 áratugi. 

Opinber útgjöld Frakklands á árinu 2016 námu 56% af vergri landsframleiðslu sem var hæsta hlutfallið meðal ríkja Evrópusambandsins. Þá námu skatttekjur ríkisins 48% af vergri landsframleiðslu sem var einnig hæsta hlutfallið innan ESB.

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim