*

föstudagur, 19. apríl 2019
Innlent 30. maí 2017 08:35

Frekari hækkanir í pípunum

Hagfræðingur bendir á undirliggjandi þrýsting á enn frekari hækkun leiguverðs vegna mikilla hækkana á fasteignaverði.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Leiguverð íbúðarhúsnæðis á höfuðborgarsvæðinu hefur hækkað um nálega 74 prósentustig frá því í janúar 2011 samkvæmt tölum Þjóðskrár Íslands. Í umfjöllun Morgunblaðsins um fasteignaverð og leigumarkaðinn er haft eftir Yngva Harðarsyni, hagfræðingi og framkvæmdastjóra hjá Analytica, að verð á fjölbýli á höfuðborgarsvæðinu hafi hækkað enn meira en leiguverð á þessu tímabili.

Fasteignaverð hefur hækkað um 93,5 prósentustig að meðaltali frá janúar 2011 til apríl 2017. Því hefur fermetraverð íbúðar sem var í janúar 2011 um 297.500 krónur upp í 575.800 krónur á tímabilinu að nafnverði. Raunverð íbúðanna er hins vegar fengið með því að taka tillit til verðlagsbreytinga. Ef slíkt er gert fyrir verðbreytingar á sama tímabili er fermetraverðið í janúar 2011 tæplega 362.000 krónur og fer upp í 575.800 krónur sem er 59 prósentustiga hækkun. 

Yngvi tekur enn fremur fram að í ljósi þeirrar þróunar sem hefur átt sér stað þ.e. að fasteignaverð hafi hækkað meira en leiguverð - megi búast við enn frekari hækkun leiguverðs, sem að verður til vegna undirliggjandi þrýstings. 

Lítið eigið fé ungs fólks

Í sömu umfjöllun er einnig rætt við Ara Skúlason, sérfræðing Landsbankanum, en Ari bendir á að Samtök iðnaðarins spái auknu framboði af nýjum íbúðum á næstu árum og að nú sé orðið hagstæðara að byggja. Ari bendir enn fremur á að hugsanlega hertar reglur á Airbnb eða útleigu íbúða til ferðamanna eða bakslag í ferðaþjónustu gæti haft áhrif á framboð íbúða. 

Einnig kemur fram í máli Ara að útlit sé fyrir að fram undan sé kynslóð af ungu fólki sem eigi lítið eigið fé. Ari segir að í fyrsta lagi vegna þess að lítil aukning verður í eiginfjárstöðu einstaklinga vegna hækkunar fasteignaverðs. Í öðru lagi bendir hann á að leiguverð sé hátt og að kaupmáttur hjá yngstu aldurshópum aukist hægar en hjá eldri hópum.

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim