*

laugardagur, 20. apríl 2019
Innlent 11. júlí 2017 12:54

Fresta sérleyfi fyrir frumkvöðla

Stjórn Trump frestar reglugerð Obama um innflutningsleyfi fyrir frumkvöðla sem hefja rekstur í Bandaríkjunum.

Ritstjórn
epa

Ríkisstjórn Donald Trump Bandaríkjaforseta hefur tafið gildistöku reglugerðar frá tíma Obama sem hefði gert erlendum frumkvöðlum kleyft að búa í Bandaríkjunum og byggja upp fyrirtæki sín þar.

Reglan sem tilkynnt var um í janúar á þessu ári, rétt áður en Donald Trump tók við valdataumunum, átti síðan að taka gildi 17. júlí næstkomandi, en nú hefur gildistökunni verið frestað til 14. mars 2018, að því er CNN fjallar um.

Mun ráðuneyti innra öryggis Bandaríkjanna nú óska umsagna almennings um regluna og eins og segir í tilkynningunni þá „gæti að lokum þurft að loka fyrir verkefnið.“ Ríkisstjórn Obama hafði búist við tæplega þrjú þúsund umsóknum um leyfi á þessum grundvelli.

Átti þessi lausn, sem byggði á að viðkomandi aðilar fengju undanþágu frá Visa reglum á sama hátt og flóttamenn eða þeir sem leita sér lækninga í Bandaríkjunum, að koma í staðinn fyrir sams konar reglu sem átti að vera hluti af heildarendurskoðun innflytjendalaganna árið 2013.

Vinsælt er að nota sérstaka reglu um landvistarleyfi fyrir fólk með verðmæta þekkingu, en það þarf að vera hægt að ráða viðkomandi í vinnu, sem gerir þeim erfitt um vik að stofna eigin rekstur.

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim