*

föstudagur, 19. janúar 2018
Innlent 21. apríl 2017 12:38

Fréttatíminn leitar að nýjum eigendum

Fréttatíminn kemur ekki út í dag og hafa engir starfsmenn fengið greidd laun síðan í síðasta mánuði.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Föstudagsútgáfa Fréttatímans kemur ekki út í dag og enginn starfsmaður blaðsins hafa fengið greitt laun síðan í síðasta mánuði. Frá þessu er greint í frétt RÚV.

Valdimar Birgirson, framkvæmdastjóri Fréttatímans, segir að staðan sé óbreytt frá mánaðarmótum. Hann segir að hann hafi unnið að því að finna nýja fjárfesta að útgáfunni. „Það eru margir áhugasamir en það hefur enginn tekið af skarið ennþá,“ er haft eftir Valdimar.

Tíu starfsmenn blaðsins höfðu ekki fengið greidd laun fyrir síðasta mánuð og hafa starfsmennirnir ekki náð í Gunnar Smára Egilsson, ritstjóra, útgefanda og stærsta eigenda útgáfufélags Fréttatímans, sagði Þóra Tómasdóttir, ritstjóri Fréttatímans fyrir tveimur vikum. Valdimar segir að staðan hvað það varðar sé óbreytt.

Stikkorð: laun Fréttatíminn starfsmenn eigendur leita