Eftir aðeins fimmtán mínútna akstur frá miðbænum er komið í Kríunes þar sem funda- og ráðstefnuhald er vinsælt nánast allt árið um kring. Fundargestir þar komast í nálægð við fallega náttúru auk þess að fá heimagerðan klassískan mat. Björn Ingi Stefánsson, framkvæmdastjóri og eigandi Kríuness, keypti húsið fyrir 23 árum og hófst handa við að stækka þetta timburhús. Fimm árum síðar byrjaði hann með ferðaþjónustu. „Þetta hefur svo þróast út í fundi en við erum með þrjá fundarsali, einn smærri, Heiði, sem er góður fyrir 16 manns, næsti heitir Berg sem tekur upp í 40 manns og sá þriðji er Dalur sem tekur 60 manns. Allir salirnir eru útbúnir tilheyrandi tækjum og svo sjáum við um allar veitingar.“

Fjölskyldufyrirtæki

Móðir Björns sér um eldhúsið ásamt að- stoðarfólki en Björn segir að áherslan sé á ekta mömmumat. „Hún er húsmæðraskólagengin og við reynum að hafa þetta allt í þessum stíl. Oftast fiskréttir í hádeginu, morgunverðarhlaðborð, ávaxta- og grænmetisbakkar fyrir þá sem það kjósa, miðdagskaffi sem er mikill heimabakstur og sumir vilja svo enda í pinnamat og snittum eða þriggja rétta máltíð.“

Nánar er fjallað um málið í Fundum og ráðstefnum, fylgiriti Viðskiptablaðsins. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð .