*

þriðjudagur, 19. febrúar 2019
Innlent 21. júní 2018 08:14

Frjálsi fjárfestir í Arion

Sjóðir í stýringu Arion banka hafa fjárfest í bankanum. Uppfærður hluthafalisti er væntanlegur í dag.

Ritstjórn
Höskuldur Ólafsson bankastjóri Arion banka.
Haraldur Guðjónsson

Frjálsi lífeyrissjóðurinn sem er í stýringu Arion banka fékk úthlutaðar 8 milljónir bréfa í bankanum eða sem jafngildir 0,04% hlut í frumútboði. Virði hlutarins var 685 milljónir króna miðað við gengi við lokun makraða í gær. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í morgun.

Eftirlaunasjóður félags íslenskra atvinnuflugmanna fjárfesti einnig í bankanum og fékk 450 þúsund hluti í bankaútboðinu. 

Í dag er væntanlegur uppfærður hluthafalisti frá bankanum.