*

föstudagur, 19. apríl 2019
Erlent 8. nóvember 2018 14:31

Gates kominn í klóakið

Bill Gates telur að mannkynið geti bjargað mannslífum og sparað stórfé með nýrri aðferðafræði í fráveitumálum.

Ritstjórn
Bill Gates, stofnandi Microsoft.
european pressphoto agency

Bill Gates, stofnandi Microsoft, telur að spara megi mannkyninu stórfé með því að nýrri aðferðafræði í fráveitumálum. Góðgerðasamtök Gates og eiginkonu hans, Bill & Melinda Gates Foundation, hafa fjárfest um 200 milljónum dollara, jafnvirði um 24 milljarða króna, undanfarin sjö ár í fjárfestingar í málaflokknum.

Samtökin hafa stungið upp á tuttugu nýjum leiðum sem þau telja að geti bjargað hálfri milljón mannslífa og sparað mannkyninu yfir 200 milljarða dollara, um 24.000 milljarða króna. Koma megi koma í veg fyrir útbreiðslu sjúkdóma á borð við kóleru, niðurgangs og annarra sjúkdóma tengdum óhreinu vatni. Þá geti ný tækni California Institute of Technology, umbreytt mannlegum úrangi í áburð og vetni sem nýta megi sem orka.

Verði ekki gripið til aðgerða muni ástandið fráveitumálum versna vegna fólksfjölgunar og aukins þéttbýlis að því er fram kemur á vef Bloomberg. Þá skili hver króna sem lögð sé í fráveitumál sér til baka meira en fimmfalt samkvæmt greiningu Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar.

Stikkorð: Gates Bill
25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim