Útgerðarfyrirtækið Brim hf hefur endurráðið 40 manna áhöfn frystitogarans Brimsnes RE 27. Hætt hefur verið við að leita verkefna fyrir skipið erlendi og mun skipið halda á Íslandsmð með sama hætti og áður.

Haft er eftir Guðmundi Kristjánssyni, framkvæmdastjóra Brims, í Fréttablaðinu í dag að fækkun frystiskipa hér á landi skýrist af veiðigjaldinu eins og það var fyrir þinglok í vor. Það hafi lagst mjög þungt á útgerð. Aðferðir við að leggja það á hafi verði rangar. Þau gjöldin hafi verið löguð til þá séu þau enn röng.

„Ég er þá ekki að segja að ég sé á móti veiðigjöldum, eða að veiðigjöld séu endilega of há, heldur að þau séu röng. Það hefur verið blekkingarleikur í gangi, því gjöldin lögðust á fisktegundir og ekki miðað við afkomu veiða á viðkomandi tegund," segir hann.