*

laugardagur, 16. febrúar 2019
Innlent 15. september 2016 15:46

Hagnaður Nóa-Síríus tvöfaldaðist

Hagnaður sælgætisframleiðandans Nóa-Síríus í fyrra nam 145,8 milljónum króna.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Hagnaður sælgætisframleiðandans Nóa-Síríus í fyrra nam 145,8 milljónum króna, en hann nam 70,9 milljónum króna árið 2014. Er hér miðað við afkomu móðurfélagsins. Velta jókst úr 2,8 milljörðum króna árið 2014 i 3,4 milljarða króna í fyrra og EBITDA hagnaður jókst úr 243,2 milljónum króna í 291,6 milljónir á milli ára.

Eignir félagsins námu um síðustu áramót 2,7 milljörðum króna og þar af voru eignir í fasteignum 867,6 milljónir króna. Skuldir félagsins námu um áramótin 1,9 milljörðum króna og eigið fé á sama tímapunkti nam 795,9 milljónum króna.

Stj6rn félagsins leggur til að ekki verði greiddur arður til hluthafa á árinu 2016.