Primera Air hefur ákveðið að hefja beint flug fimm sinnum í viku frá London í Bretlandi til Washington D.C. í Bandaríkjunum næsta sumar og en fyrsta flugið verður farið 22. ágúst. Primera Air mun einnig fjölga ferðum milli London og Toronto  í Kanada.

„Frá upphafi flugáætlunar okkar yfir Atlantshafið höfum við haft það á stefnuskránni að bæta við flugi til Washington. Við sjáum að það er mikil þörf á þessari flugleið og við erum fyrsta lággjaldaflugfélagið sem flýgur á milli þessara borga og bjóðum við því fólki upp á Atlantshafsflug á viðráðanlegu verði,“ er haft eftir Andra Má Ingólfssyni, forstjóri og eigandi Primera Air í tilkynningu frá félaginu.

Nýjasta tækni Airbus og Boeing  hefur gert lággjaldaflug yfir Atlantshaf að raunhæfum möguleika og í apríl mun Primera Air taka í notkun fyrstu vélarnar af gerðinni Airbus A321neo að því er segir í tilkynningunni.