*

fimmtudagur, 17. janúar 2019
Erlent 13. janúar 2014 21:10

Heimsmet í veðri víðs vegar um heiminn

Næst þegar fólki dettur í hug að kvarta yfir smá slyddu eða roki væri kannski gott að kíkja á nokkur heimsmet í veðri.

Ritstjórn
Getty Images

Þrátt fyrir ótrúlegar frosthörkur í Bandaríkjunum síðustu vikurnar hafa engin heimsmet fallið. Svo kalt hefur þó verið í landinu að dæmi eru um fanga á flótta sem hafa gefið sig fram við yfirvöld, því þeim var svo kalt.

CNN hefur tekið saman heimsmet í veðurfari í tilefni kuldakastsins í Bandaríkjunum en þar hefur frostið farið niður í 40 til 50 gráður á selsíus á sumum stöðum. Kíkjum á tölurnar sem CNN gróf upp:

Samkvæmt WMO (World Meteorological Organization) er mesta frost sem hefur mælst -89,2 gráður á selsíus. Það var 21. júlí 1983 í Vostok á Suðurskautslandinu.

Mestur hiti sem mælst hefur var 56,7 gráður sumarið 1913 í Death Valley í Kaliforníu. Meðalhitinn á svæðinu er 46,7 gráður á selsíus.

Mesta regn sem hefur fallið á einum sólarhring var á eyjunni La Réunion í Suður-Indlandshafi. Þar féllu 1,825 metrar af rigningu frá 7. til 8. janúar 1966.

Lengsta þurrktímabilið var í Arica í Chile en þá rigndi ekki einum dropa frá október 1903 og þangað til janúar 1918, allt í allt 173 mánuðir. Kaldasti staður jarðar í byggð er þorpið Oymyakon í Síberíu. 

Stikkorð: Bandaríkin Bandaríkin Frost Veðurfar