Hlutabréf hækkuðu verulega í Bandaríkjunum í gær og náðu ýmis fyrirtæki sem framleiða neysluvörur hæsta hlutabréfaverði í sögu sinni. Talið er að þetta sé merki þess að Bandaríkjamenn eru tilbúnir til að eyða, þrátt fyrir áhyggjur af Grikklandi og sveiflur á kínverska hlutabréfamarkaðnum.

Faceboook hækkaði í 90 dollara fyrir hvern hlut í fyrsta sinn og er núna metið á 250 milljarða og hefur aldrei verið verðmætara.

Hlutabréf hækkuðu meðal fyrirtækja sem auðvelt er að skilja. Ekki er um að ræða stór fjármálafyrirtæki né iðnaðarrisa. Velgengni þeirra stjórnast einnig af því hvort meðalmaður sé að kaupa meira.

eBay hækkaði eftir að tilkynnt var um sölu þess á PayPal. Electronic Arts (EA) tölvuleikjaframleiðandinn hækkaði einnig á markaði, en beðið er í eftirvæntingu eftir Star Wars Battlefront leiknum þeirra. Netflix hækkaði einnig í verði eftir að Goldman Sachs hækkaði verðmat þess. Amazon sem er í samkeppni við Netflix með Amazon Video náði einnig hæsta hlutabréfaverði sínu í gær.

Mörg fyrirtæki í samkeppni náðu hæstu hæðum á mánudaginn. Má þar nefna tvær stærstu apótekskeðjur Bandaríkjanna, CVS og Walgreens. Sama á við um Nike og Under Armour, og Disney og Comcast (sem á Universal). Starbucks og Dunkin' Donuts hækkuðu einnig auk Domino's og Papa John's.