*

mánudagur, 28. maí 2018
Innlent 17. maí 2017 19:30

Hræðist vaxtalækkun Seðlabanka Íslands

Fyrrum hagfræðingur Danske Bank er ósáttur við ákvörðun peningastefnunefndar um að lækka stýrivexti.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Lars Christensen hafði miklar áhyggjur af því hvernig hlutirnir voru að þróast á Íslandi árið 2006, en hann ritstýrði skýrslu Danske Bank um stöðu íslensku bankanna sem kom út í apríl 2006.

Lars hefur því verið duglegur að sinna greinarskrifum og hefur fylgst grannt með falli og endurreisn íslenska hagkerfisins.

Nú virðast áhyggjur hans þó aftur vera komnar á yfirborðið því í nýrri stöðuuppfærslu á Facebook gagnrýnir hann ákvörðun peningastefnunefndar um að lækka meginvexti bankans.

My friends at the Icelandic central bank Sedlabanki just cut interest rates despite monetary conditions already being excessively easy. 

It is a major policy mistake and the risk of boom-bust is growing.

It is not 2008, but brace yourself for more volatility.

Damn I had hoped this wouldn't happen...

Stikkorð: Vextir Lars Hræðsla