Saksóknari í Þýskalandi framkvæmdi húsleit í höfuðstöðvum Volkswagen í Wolfsburg í dag. Málið hefur verið tengt við hugbúnað sem fannst í bifreiðum sem framleiddar voru af Volkswagen. BBC greinir frá þessu í dag.

Þetta útspil í Þýskalandi kemur stuttu áður en yfirmaður Volkswagen í Bandaríkjunum, Michael Horn, þarf að mæta og skila skýrslu fyrir þingnefnd Bandaríkjaþings.

Volkswagen hefur þegar tilkynnt um að innköllun bifreiða muni hefjast í janúar n.k. en Hekla, umboðsaðili Volkswagen á Íslandi hefur þó ekki tilkynnt hvenær innköllun hérlendis muni hefjast.